Nýtt stjörnukort

Nú þegar nýja ríkisstjórnin er orðin að veruleika er hægt að gera varanlegt stjörnukort hennar, sem miðast við kl. 14:00 í dag í Reykjavík og fylgir hér. Rikisstjorn Islands kortTunglið fór í Meyjuna, svo að einhver jarðtenging varð úr þessu. Rísandi Meyja á móti Úranus í Fiskum bætir þó enn í togstreituna. Velferðarmál verða stöðugt í umræðunni og vel farið ofan í saumana á þeim. Annars gildir flest sem sagt var um fyrra stjörnukortið, þegar stjórnin var í mótun.

Stjörnuspeki á mbl.is (ótengt Fiskinum) er með sína útgáfu af þessari stjórn: http://www.mbl.is/mm/stjornuspeki/?grein_id=6837

Við skulum aftur á móti skoða framvindukort ríkisstjórnarinnar. Nokkur spenna myndast strax um mánaðamótin júní/júlí, þegar raunsæi Satúrnusar fer í andstöðu við draumaland Neptúnusar, eða þoka læðist yfir landslagið, þannig að ekkert verður skýrt. Þó virðast plönin vera í lagi í ágúst, en í september og október fer andstaðan að magnast. Þá er eins og athafnafólkið og skriffinarnir séu í reiptogi. En aðgerðirnar verða í nóvember og valdið sýnt í desember.Island Rikisstjorn saman2

Ríkisstjórn 2007 framvindaIslandFramvinda2007

Utanaðkomandi áhrif, ss. fjármálabreytingar í heiminum eða náttúruhamfarir virðast geta haft áhrif á seinni hluta ársins, frá ágústmánuði. Þá þarf að skoða t.d. framvindukort Íslands, sem fylgir hér til gamans.


mbl.is Ný ríkisstjórn tekin við völdum - lagt á djúpið í herrans nafni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hin hliðin

Höfundur

Fiskurinn
Fiskurinn
Könnum djúpin!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • Astro UK Iceland
  • EarthquakeHaiti70WRIGC15
  • HaitiindependenceJureWBAGE11
  • UnitedKingdomWBAGE6
  • NetherlandsWBAGE3
  • Astro Exalted Fall
  • Astro Rules Detriment
  • Dorothean fall etc
  • Astro Modern Rulerships1
  • Astro Old Rulerships1

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband