22.5.2007 | 23:56
Réttu stjörnurnar
Ef litið er á samkomulag flokkanna um ráðherrastóla sem fæðingu, þá fæddist DS stjórnin ekki fyrr en sólin var komin í Tvíbura: tvískipt eðli, samskipti, samvinna. Einnig Merkúr, þannig að viðskipti, tjáning, ferðalög og samskipti verða á fullu.
Mikill eldkraftur er í kortunum: Tungl/Satúrnus 19° í Ljóni, Júpíter og Plútó í Bogmanni og Mars í Hrúti. Framkvæmdagleði, en þó alltaf andstæð öfl í togstreitu. Venus er á góðum stað í miðju Krabbans, sem bendir til heimakærrar velferðarstjórnar og þetta jarmar vel við Úranus í Fiskum, með óvenjulegar umhyggjulausnir.
Engin pláneta er í jarðarmerkjunum (Nauti, Meyju og Steingeit) og veldur það verulegum áhyggjum, þar sem skortur á jarðtengingu lætur fjármál fara úr böndunum og hleypir engu raunsæi að.
Tungl/Satúrnus í Ljóni er í andstöðu við Neptúnus í húmanistamerkinu Vatnsbera, líklega þar sem raunsæisfólkið og ídealistarnir takast stöðugt á um málin, en Merkúr tengir samt vel með samskiptum.
Merkúr í Tvíbura tekst á við Júpíter (og Plútó) þar sem tjáskipti, athafnalöngun og ídealismi togast á og getur skort stefnufestu, sérstaklega þar sem þær mynda spennuþríhyrning við Úranus, þannig að óvæntar uppákomur og sprengingar í samskiptum verða tíðar.
Mars í Hrúti er djörf staða út af fyrir sig. Óhræddur við breytingar og prófar gjarnan allt nýtt, af því að það er nýtt, en þó er Mars lítt tengdur hér og því gæti framkvæmdaorkan dofnað þegar á reynir, t.d. í nefndum. Einhver spenna er á Mars og Plútó, sem bendir til augljósrar viðvarandi valdabaráttu. Yfirleitt mun reynast erfitt að fá afgerandi svör í hverju máli vegna ofangreindra staða, þar sem andstæðir pólar mætast.
Sólin er ekki nógu tengd, þannig að ríkisstjórnin hefur varla sitt eigið sjálf, heldur er hún samlögun andstæðra afla. Hver aðgerð á sér mótrök og myndar spennu. Þó helst þetta allt saman á floti, sem skýra má með lýsingunni á þeirri 19° í Ljóni sem Tungl/Satúrnus er í: ("The Sabian Symbols as an Oracle" eftir Lindu Hill, bls. 139). Veisla í húsbáti, sem hefur óljósa stefnu, er óraunverulegt og skammlíft gaman. Ævintýrafólk í veislu, lokað inni á báti án áætlunarstaðar, án hafnar eða akkeris. Það kemur þó að því að halda þurfi til hafnar. Einnig er þetta útskýrt í bókinni "Degrees of the Zodiac" eftir Esther V. Leinbach, bls 84: Sá, sem hefur þessa stöðu á erfitt líf, en stenst eldraunina, af því að það er engin önnur leið nema í gegn um eldinn. Þetta er örlagatengt líf.
Niðurstaðan er sú, að líflegir eldhugar fara mikinn í samskiptum, umræðum og framkvæmdum, en togstreita og skortur á jarðtengdu sjálfi verður Akkilesarhæll þessarar ríkisstjórnar.
Þrjár konur og þrír karlar ráðherrar fyrir Samfylkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.5.2007 kl. 00:27 | Facebook
Um bloggið
Hin hliðin
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Framkvæmdagleði eldmerkjanna hér á nú eftir að skila ýmsu (oft skuldum!), en næst er það að skoða framvindukortið ásamt Lýðveldiskortinu og Geirs/ ISG framvindukort. Þetta á líklega eftir að verða erfitt sumar, aðallega í frá lokum júlí út ágúst, mest vegna utanaðkomandi aðstæðna.
Fiskurinn, 23.5.2007 kl. 00:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.