14.5.2007 | 11:25
Geir með stjörnukraftinn
Þegar stjörnuspekin sýnir tvísýn úrslit, þá er afar erfitt að meta hvernig þetta fer, eins og með myndun næstu ríkisstjórnar. Nú er Geir H. Haarde með lukkustafinn í hendi, Júpíter myndar þríhyrning við sólina hans og Plútó hans, tunglið er beint á sólinni hans í dag og gefur dýpt í þetta, Mars er á Júpíternum hans osfrv. þannig að ekki vantar kraftinn. En Satúrnus á Plútó Geirs hlýtur að hafa látið hann meta ástandið upp á nýtt, af því að ef flórinn er ekki mokaður á þeim tíma, þá er fljótlega ekki vært í fjósinu.
Ingibjörg Sólrún er áfram sterk og verður með óvænta innkomu síðar í maí (sterkast um 25. maí) þegar Úranus snertir Tungl/Marsinn hennar. Það er óvænt sveifla.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:27 | Facebook
Um bloggið
Hin hliðin
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.