Stjörnurnar kosnar

Stjörnuspekin veitir innsýn inn í það hvernig kosningadagurinn kemur út fyrir hvern leiðtoganna fyrir sig. Hér til hliðar eru stjörnukort kosninganna og nokkurra flokksforingjanna. Niðurstaðan er sú að ríkisstjórnin falli, en Geir og Ingibjörg Sólrún myndi ríkisstjórn, líklega í byrjun júní.

Spágildið minna

Þetta var næstum því tilbúið fyrir tveimur mánuðum, en komst ekki á vefinn fyrr en núna, þannig að spágildið er öllu minna en það var þá, en samt læt ég það flakka. Þetta er fyrsta færsla þessa nýja bloggs, þar sem steinum er velt við, fordómalítið. Fiskurinn flíkar ekki stjórnmálaskoðun sinni. Tíminn til nákvæmra færslna er naumur núna þannig að tekstinn er takmarkaður í þetta skiptið. Athugasemdum í spurnarformi, sérstaklega frá áhugafólki um stjörnuspeki, verður svarað eins og kostur er.

Geir H. Haarde

Eins og skoðanakannanirnar sýna, þá er verulega mjótt á mununum. Forsætisráðherra er að upplifa einn spenntasta dag lífs síns, þar sem saman fer innri endurskoðun og hreinsun við álitsauka og óvæntar sveiflur. Það sem virkar ekki lengur, dettur út og síðan reynir á, þar sem unnið er úr óvenjulegri stöðu. Krafturinn er að hluta með honum, en Satúrnus skikkar hann til, þannig að valdabarátta er mjög líkleg út maí og raunar í allt sumar. Ef vinstri stjórn tekur við (vegna Satúrnusar / Plútós endurmats), þá kemur Geir samt persónulega sterkur út úr þessu, því að meðbyrinn er mikill. Líklegast semur hann þó, þar sem Júpíter hampar honum eftir kosningar.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

"Sigurvegarinn" í þetta skiptið er án efa Ingibjörg Sólrún, amk verður þetta líklega verulegur persónulegur sigur hennar, þar sem hún rís úr öskustónni á einum mánuði í það að ná verulegu fylgi. Um leið og tunglið fór í Fiskana brosti hún sínu breiðasta, enda er Tungl/Úranus ("óvænt") samstaða við upphaf kosninga í morgun nákvæmlega á Tungl/Marsinum hennar, 19° í Fiskum, sem virkjar tvöfalda "Grand Trine" lukkuþríhyrninginn sem hún fæddist með. Vissulega er valdabarátta og spenna framundan, en allar líkur eru á því að hún verði í næstu ríkisstjórn ef þetta er rétt skilið. Hún fær þó altént ærlega uppreisn æru sem leiðtogi miðað við umræðuna í apríl síðastliðinn.

Steingrímur J. Sigfússon (fæðingartími ekki þekktur)

Steingrímur er magnað, sexfalt Ljón. Rökfastari manneskja finnst varla, eða sem kemur betur fyrir sig orði. Eldurinn brennur á fullu. Augljóslega hefur hann átt upp á pallborðið hjá kjósendum nýlega, þar sem byltingarsinninn nær tilfinningum fjöldans, þótt það hafi orðið erfiðara þegar sólin fór í jarðbundið Nautið. Satúrnus er líklega að taka hann í gegn, amk seinna í sumar. Ofur- samstöður Steingríms eru styrkur fyrir hann ef hann fær að ráða, en geta þýtt þrjósku, jafnvel óbilgirni í samningum um ríkisstjórn. Tunglstaðan virðist fyrst jákvæð (fall ríkisstjórnar), en niðurstaðan er varla sigur Steingríms eftir breytta tunglstöðu og nær Satúrnus/Plútó hreinsun. Steingrímur er sterkur í andstöðu, en á erfitt með að slípa hornin niður í samstöðu.

Ómar Ragnarsson

Það er líflegt en erfitt að vera Ómar. Leikmaður sér samstöðurnar og andstöðurnar í stjörnukorti hans, sem magnast upp í dag, kjördag. Það er spenna, hvert sem litið er. Augljóst er að hann leggur allt undir í þetta skiptið. Ómar er ofur- Meyja (og Naut), sexfaldur í jarðarmerkjum, en tilfinningaleg andstaða Fisksins í augnablikinu efast um að þetta gangi upp hjá honum. Hinar Meyjurnar með honum, Margrét og Jakob, ýta undi þessa andstöðu enn frekar. Ómar kemur þó sjálfur vel út úr þessu, með óvænta upphefð efir nokkra daga.

Ég biðst afsökunar á því að hafa ekki kortin þeirra Jóns og Guðjóns tilbúin vegna tímaskorts (í alvöru, ekki pólítískt!). Miðað við gengið á Ingibjörgu Sólrúnu og Geir gæti það ekki skipt máli.

Frumniðurstöður

Mestar líkur eru á því að ríkisstjórnin falli, en að Sjálfstæðisflokkurinn nái að mynda stjórn með Samfylkingu eftir verulegt þref, líklega um 4-5. júní 2007. Þó á ég eftir að skoða það allt betur ef hún fellur, t.d. kort Íslands og hinna flokksformannanna. Látið í ykkur heyra, sem faglegast, takk, á meðan ég býst við að þurfa að éta hattinn minn.

Athugið að ýta þarf þrisvar á hverja mynd til þess að fá hana skýra.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að samstarf ISG og GH geti orðið svoldið stormasamt því þau hafa bæði örlagatöluna 8 sem er valdasókn og miskunarleysi.

Talnaspekingur (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 17:00

2 Smámynd: Fiskurinn

Rétt, Talnaspekingur. Svo er fæðingartala beggja undir áhrifum "4/8" heilkennis Kírós, sem varar þau við því að tengjast 4 eða 8, þar sem það gerir fólk að leiksoppi örlaganna, þ.e. ýkir sveifluna sem þegar er fyrir hendi í lífi þeirra.

Fiskurinn, 12.5.2007 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hin hliðin

Höfundur

Fiskurinn
Fiskurinn
Könnum djúpin!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • Astro UK Iceland
  • EarthquakeHaiti70WRIGC15
  • HaitiindependenceJureWBAGE11
  • UnitedKingdomWBAGE6
  • NetherlandsWBAGE3
  • Astro Exalted Fall
  • Astro Rules Detriment
  • Dorothean fall etc
  • Astro Modern Rulerships1
  • Astro Old Rulerships1

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband