Færsluflokkur: Menning og listir

Stjörnuspeki Hönnu Birnu og stjórnar

Lítum á stjörnukortin sem tengast nýju borgarstjórninni. RadhusborgÞau eru hér í myndasafni til hliðar. Hanna Birna er Vog, einnig með Venus í Vog og leitar því að jafnvægi og sáttum. Hún er með sterkar samstöður í Meyju. Fæðingartími er ekki þekktur enn, en Mars er nokkurn veginn kominn í meyjarmerkið úr Ljóni þann dag. Júpíter er stoltur og athafnasamur í Ljóni. Meyjarpakkinn í stjörnukorti Hönnu Birnu er með Tungl (tilfinningar), Úranus (óvænt, sjálfstæði)  og Plútó (völd og dýpstu kenndir) í andstöðu við Satúrnus í Fiskum. Þar er stöðugt reiptog og ögrun við eldri karlmann, föðurímynd, þar sem Vilhjálmur og Ólafur F. koma t.d. í hugann nýverið. Merkúr og Neptúnus eru í  Sporðdreka, þar sem samskiptum, rökhugsun og  tjáningu er beitt á markvissan hátt til þess að mynda sterka ímynd, sérstaklega í sjónvarpi.

Hanna Birna hefur drauma og markmið sem falla vel að valdatoginu. Mars á leið inn í Meyju bætir við skilvirkni og þjónustulund, þó að stolt og valdapot sé ríkjandi. Sólin eða sjálfið nær sjaldnast að koma fram, þar sem sú ljúfa og listræna hlið er ekki í sterkum afstöðum eða í sviðsljósinu, nema að fæðingartíminn sýni sólina t.d. á rísandi merkinu eða á miðhimni.  Getur ekki einhver laumað fæðingartímanum í athugasemdir?Borgarstjórn 21/8/2008 kl. 14:00

Þegar stjörnukorti stundarinnar er smellt utan um kort Hönnu Birnu, sést hvernig margfaldar Meyjar- samstöður 14/8/08 leggjast ofan á Meyjarsamstöður hennar og magna upp togstreituna.  Líklega er þó rétt að miða  upphaf  þessarar borgarstjórnar við 21/8/2008, sem verður þá kannski kl. 14:00 þann dag. Sú stjórn er með lukkuþríhyrning (e. Grand trine) í eldmerkjum og er afar  jarðbundin.  Aðilar  þeirrar stjórnar munu ekki slíta henni, heldur munu utanaðkomandi atburðir og þrýstingur reyna á hana strax í haust, sbr. framvindukort hennar

Tilurð þessarar borgarstjórnar Reykjavíkur er nauðsynleg Satúrnusar- hreinsun sem þröngvaði því í gegn sem gera þurfti en var ekki tekið á í upphafi. Sú leið er átakamest, en þetta virðist vera lokapunktur. Hún mun þurfa að reyna ýmsar Herkúlesarþrautir í haust og vetur en hefur lukkuna, kraftinn og seigluna með sér. Við skoðum dóm kjósenda síðar, en þar getur vegið þungt að komandi kreppa verði talin þessari nýju stjórn að kenna, sem yrði varla rétt metið.

Þrísmellið á myndir til þess að ná þeim réttum. 

Borgar framvinda 2009 2009


mbl.is Borgarstjóri mætir í Ráðhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Hin hliðin

Höfundur

Fiskurinn
Fiskurinn
Könnum djúpin!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 382

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • Astro UK Iceland
  • EarthquakeHaiti70WRIGC15
  • HaitiindependenceJureWBAGE11
  • UnitedKingdomWBAGE6
  • NetherlandsWBAGE3
  • Astro Exalted Fall
  • Astro Rules Detriment
  • Dorothean fall etc
  • Astro Modern Rulerships1
  • Astro Old Rulerships1

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband